Margrét Rader látin
Margrét Rader, sem var fyrsti Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna lést í Reykjavík þann 15. september sl. Margrét keppti fyrir KR og varð Íslandmeistari í einliðaleik kvenna árin 1971 og 1972. Auk þess varð hún Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna með Sigrúnu Pétursdóttur árið 1971.