Matthias í 11. sæti í drengjaflokki á NETU
Matthias Þór Sandholt varð í 11. sæti í einliðaleik drengja 19 ára og yngri á Norður-Evrópumóti unglinga, sem fram fór um helgina í Sandefjord í Noregi. Matthias var eini keppandi Íslands á mótinu.
Ef ritstjóri skilur röðunina rétt var Matthiasi raðað sem 23. sterkasta leikmanninum af 32 í flokknum.
Matthias lék fyrst við Mathias Halvorsen frá Noregi, sem var raðað nr. 10 og vann hann 3-1. Hann tapaði síðan 1-3 fyrir 4. besta leikmanninum, Norðmanninum Felix Böhler Thomassen. Síðan lagði hann Matias Vesalainen frá Finnlandi 3-0, sem var raðað nr. 8. Þá vann Matthias Pert Marten Lehtlaan frá Eistlandi 3-0 en honum var raðað nr. 17. Næst kom 0-3 tap fyrir Markkos Pukk frá Eistlandi (raðað nr. 5) og 0-3 tap fyrir Peter Alestedt frá Svíþjóð (raðað nr. 9) í leik um 9.-12. sæti. Loks lagði Matthias Michael Farnes frá Noregi (raðað nr. 22) 3-1 í leik um 11. sæti. Sem sagt fjórir sigrar og þrjú töp og Matthias lauk keppni 12 sætum ofar en honum var raðað, sem er flottur árangur.
Dagana á undan keppti Matthias á WTT Youth Contender mótinu, sem líka var haldið í Sandefjord í Noregi. Þar varð hann í 3. sæti af fjórum leikmönnum í síðum riðli. Hann vann leikmann frá Sri Lanka 3-0 en tapaði 1-3 fyrir sterkum norskum og sænskum leikmönnum.
Mynd af Matthiasi frá Adam Sandholt.