Matthías vann leik gegn Grikklandi
Íslenska karlalandsliðið lék tvo leiki í milliriðli í dag, 24. janúar. Fyrst lék liðið gegn Grikkjum, og tapaði 1-3, þar sem Matthías vann Georgios Stamatouros 3-1. Ingi Darvis Rodriguez lék aftur með liðinu en er enn hálflasinn. Hann lék sem 3. maður og bæði hann og Magnús Gauti töpuðu sínum leikjum 0-3.
Seinni leikur dagsins var gegn Tyrklandi og sá leikur tapaðist 0-3. Ingi Darvis tapaði sínum leik sem 3. maður í oddalotu og Magnús Gauti tapaði 1-3.
Lokaleikur Íslands í milliriðli er við Lúxemborg 25. janúar kl. 12.30. Liðin hafa bæði tapaði fyrir Grikklandi og Tyrklandi og því verður sigurliðið úr leiknum í 3. sæti í riðlinum en tapliðið verður í 4. sæti.
Forsíðumyndin er skjáskot frá Auði Tinnu af því þegar Matthías vann leik sinn gegn Grikklandi.