Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Minnt er á skráningu í unglingamót KR og Grand Prix mót KR og Netsöfnunar

Skráningu í unglingamót KR, sem haldið verður laugardaginn 9. janúar, og Grand Prix mót KR og Netsöfnunar, sem haldið verður sunnudaginn 10. janúar, lýkur fimmtudaginn 7. janúar kl. 18.00. Dregið verður í mótin kl. 20 þann 7. janúar og eftir það verður ekki bætt við leikmönnum.

Athugið að afsláttur fæst af þátttökugjöldum ef þau eru greidd með millifærslu áður en skráningarfrestur rennur út. Sjá nánar í fréttum um mótin á dagatalinu á spássíunni og í fréttum frá 23.12. sl.

Fyrirtækið Netsöfnun styrkir Grand Prix mótið með verðlaunum. Einnig verða afhent verðlaun frá Hamborgarabúllunni. Nokkur verðlaun verða veitt keppendum af handahófi, en til þess að hljóta vinninginn verða þeir að vera viðstaddir þegar dregið verður við lok úrslitaleikjanna.

Auk verðlaunapeninga fá sigurvegar á unglingamótinu glaðning.

 

ÁMU

Aðrar fréttir