Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Mjög góð þáttaka í æfingabúðum stúlkna á Hvolsvelli

Mjög góð þáttaka var í æfingabúðum stúlkna á Hvolsvelli, sem  haldnar voru um síðustu helgi. Alls mættu 23 stúlkur í búðirnar frá fjórum félögum, BH, Dímon, KR og Víkingi. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Eyrún Elíasdóttir skipulögðu æfingabúðirnar en auk þeirra voru Ársól Arnardóttir og Tómas Ingi Shelton þjálfarar í búðunum.

Verið er að athuga hvort hægt verði að halda sambærilegar æfingabúðir fyrir drengi seinna á keppnistímabilinu.

Mynd af þátttakendum frá Auði Tinnu.

 

ÁMU

Aðrar fréttir