Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Mótaskrá 2019-2020 og deildarkeppnir 2019-2020

Bæði mótaskrá 2019-2020 og einstakar umferðir í deildarkeppni Raflandsdeildar og 2. deildar eru nú aðgengileg á vef BTÍ á forsíðu BTÍ hægra megin (NÝTT Á BORDTENNIS.IS). Mótaskráin er nú með nýju sniði þar sem skipt er upp barna- og unglingamótum, fullorðinsmótum, umferðir í deildarkeppni Raflandsdeildarinnar og 2. deildarinnar og verkefni landsliða. Verða æfingar og æfingabúðir landsliða færðar inn í skjalið síðar. Umferðir Norðurlandsdeildar verða settar inn á vef BTÍ síðar. Er það von BTÍ að iðkendur og forráðendur geti skipulagt sig betur yfir veturinn með þessari framsetningu á mótaskránni.

Mótaskrá 2019-2020 er að gengileg hér.

Umferðir Raflandsdeildarinnar er aðgengileg hér.

Umferðir 2. deildar suður eru aðgengilegar hér.

Aðrar fréttir