Mótaskrá 2022-2023
Mótanefnd BTÍ hefur á undanförnum vikum kallað eftir tillögum frá borðtennisfélögum um mót sem þau hafa áhuga á að halda keppnistímabilið 2022-2023. Margar tillögur bárust sem er fagnaðarefni. Mikið er um unglingamót og styrkleikamót þennan veturinn auk fleiri áhugaverðra móta.
Deildakeppnin hefst svo þann 1. október 2022 og verða þrjár umferðir fyrir áramót og tvær eftir áramót auk úrslitakeppni og Íslandsmóta. Mótaskráin sem er birt hér er birt með fyrirvara. Eins og áður er ekkert því til fyrirstöðu að félögin óski eftir að halda önnur mót á miðju tímabili en þá með eðlilegum fyrirvara svo hægt verði að kynna það.
Upplýsingar um skráningu félaga í deildakeppni verða birtar á næstu dögum en frestur til að skila leikmannalistum rennur út 24. september og þeir listar birtir í kjölfarið. Það er mikil tilhlökkun til vetrarins og von BTÍ að borðtennisstarfseminni vaxi fiskur um hrygg á þessum vetri.
Mynd á forsíðu er af deildarmeisturum KR 2021-2022