Dagatalið sýnir yfirlit yfir mót og aðra viðburði sem tengjast BTÍ. Nánari upplýsingar um viðburði er að finna í fréttatilkynningum á bordtennis.is.

Alþjóðleg mót sem merkt eru á dagatalið gefa ekki til kynna að búið sé að ákveða að senda keppendur frá Íslandi. Slíkt verður ákveðið og tilkynnt í tengslum við hvert mót þegar að því kemur.

Ef félög óska eftir að viðburðir eða mót á þeirra vegum verði birt á dagatali BTÍ skal senda upplýsingar um það á netfangið [email protected].