Myndir frá þjálfaranámskeiði á Hvolsvelli
Eins og fram kom í auglýsingu BTÍ fyrir Íslandsmót unglinga á Hvolsvelli 16.-17. mars sl. bauð sambandið upp á tveggja klukkustunda þjálfaranámskeið í lok fyrri keppnisdags mótsins. Sautján þjálfarar og iðkendur frá átta félögum tóku þátt, sem þykir góður árangur, þar á meðal einn með fjarfundarbúnaði (Élise á Sauðárkróki).
Mattia Luigi Contu unglingalandsliðsþjálfari fjallaði um eðli og einkenni borðtennisleikmanna, uppbyggingu æfinga (þ.á.m. upphitun og líkamlegar æfingar), tæknileg atriði varðandi helstu högg, mikilvæg atriði um æfingar, taktík, vídeógreiningu og kenndi loks ýmislegt um að senda kúluæfingar og aðstoðaði þátttakendur við að æfa það. Virk þátttaka var í umræðum um atriði námskeiðsins. Að námskeiði loknu sendi Mattia glærur með helstu atriðum til þátttakenda.
Borðtennissambandið þakkar öllum sem tóku þátt sem og Borðtennisdeild Dímonar fyrir að lána aðstöðu sína og hlakkar til að standa fyrir fleiri fræðsluviðburðum á næstunni.