Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Næsta forgjafarmót Mattia verður 15. júní

Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfari, heldur forgjafarmót í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 15. júní. Mótið hefst kl. 10 en húsið opnar kl. 9. Mótið er opið öllum.

Smávægilegar breytingar verða gerðar á útreikningi á styrkleikastigum kvenna miðað við karla frá síðasta móti þannig að bilið þar á milli verði aðeins breiðara, þar sem það er munur á styrkleikastigum karla og kvenna.

Fyrirkomulag forgjafar verður á þennan hátt:

Litið verður á styrkleikastig kvenna þannig að þær hafi 400 stigum færri stig en þær eru með.

Stig á forgjafarmótinu = Stig á styrkleikalista – 400

Karlar gegn körlum og konur gegn konum

Ef mismunur á stigum er frá 0 til 50, fær leikmaðurinn með færri stig á styrkleikalistanum 1 stig í forgjöf í hverri lotu.
Ef mismunur á stigum er frá 51 til 110, er forgjöfin 2 stig
Ef mismunur á stigum er frá 111 til 180, er forgjöfin 3 stig
Ef mismunur á stigum er frá 181 til 280, er forgjöfin 4 stig
Ef mismunur á stigum er frá 281 til 400, er forgjöfin 5 stig
Ef mismunur á stigum er frá 401 til 650, er forgjöfin 6 stig
Ef mismunur á stigum er meiri en 650 stig er forgjöfin 7 stig.

Ef karlar keppa við konur gildir sami mismunur á stigum, en ef karlinn er með fleiri stig á styrkleikalistanum fær konan eitt stig aukalega í forgjöf.
Ef konan er með fleiri stig á styrkleikalistanum fær karlinn einu stigi minna í forgjöf en hann hefði fengið ef hann væri að spila við karl.

Skráningar sendist í tölvupósti á [email protected]. Setjið BALANCED TOURNAMENT 15 JUNE í efnislínuna. Í póstinum á nafn leikmanns, félag og styrkleikastig að koma fram. Skráningarfrestur er til kl. 21 þann 14. júní.

Þátttökugjald er 2.000 kr. Af þeim verða 1.000 kr. notaðar í verðlaunafé, sem verður skipt á milli verðlaunahafa á þennan hátt:

Ef eru 10 leikmenn eða færri eru aðeins veitt ein verðlaun.
Ef leikmenn eru allt að 15 verða veitt tvenn verðlaun (66% fara til sigurvegarans, 33% til þess sem verður í öðru sæti).
Ef leikmenn eru fleiri en 15 eru veitt þrenn verðlaun (50% fara til sigurvegarans, 30% til þess sem verður í öðru sæti og 20% til þess sem verður í þriðja sæti).

Forsíðumynd af fésbókarsíðu BTÍ.

Aðrar fréttir