Naumt tap fyrir Möltu og Kosovo á EM unglinga
Sveinalið Íslands mætti Möltu í lokaleiknum í G-riðli. Leiknum lauk með 3-2 sigri Möltu eftir jafnan og spennandi leik. Í allt lauk 9 lotum í leiknum með tveggja stiga mun.
Benedikt byrjaði leikinn vel fyrir Íslands hönd og vann Neil Incorvaja 3-2 en í næsta leik tapaði Alexander 1-3 fyrir Matthew Zammmit. Í tvíliðaleik léku Alexander og Tómas við Oliver og Sebastian Farrin Thorne og töpuðu 1-3 og staðan orðin 2-1 fyrir Möltu. Næst lék Alexander við Neil Incorvaja og vann 3-2 í hörkuleik, sem lauk 13-11 í oddalotu. Í lokaleiknum tapaði svo Benedikt fyrir Matthew Zammmit 0-3.
Drengjaliðið lék við Kosovo í I-riðli. Eiríkur Logi lagði Adriatik Maloku 3-1 í upphafsleiknum en Þorbergur tapaði 0-3 fyrir Blend Hajdari. Steinar vann svo Erjon Reka 3-1 í 3. leiknum og kom Íslandi 2-1 yfir. En tveir síðustu leiknir töpuðust, Eiríkur Logaði tapaði 0-3 fyrir Blend Hajdari og Þorbergur 0-3 fyrir Adriatik Maloku og niðurstaðan varð 2-3 tap.
Þann 16. júlí leika íslensku liðin í nýjum riðlum. Sveinaliðið leikur í O-riðli og leikur við Moldóvu kl. 9 og við Litháen kl. 14. Þriðja liðið í riðlinum er Lettland, sem Ísland mætir kl. 9 þann 17. júlí.
Drengjaliðið spilar í Q-riðli og mætir Wales kl. 9 Noregi kl. 14. Malta leikur líka í riðlinum og mætast Ísland og Malta kl. 9 þann 17. júlí.
Forsíðumynd af fésbókarsíðu BTÍ.