Naumt tap hjá Matthíasi á EM í Linz
Ingi Darvis Rodriguez og Matthías Þór Sandholt léku síðustu leikina sína í riðlunum í einliðaleik á EM í Linz í dag. Einnig kepptu þeir í tvíliðaleik.
Matthías tapaði í oddalotu fyrir Leon Benko frá Króatíu, en sá vann til verðlauna í drengjaflokki á EM unglinga í sumar. Leiknum lauk 2-3 (4-11, 9-11, 11-8, 12-10, 5-11).
Ingi Darvis tapaði 0-3 (5-11, 4-11, 7-11) fyrir Dananum Martin Andersen.
Í tvíliðaleik töpuðu þeir félagar 1-3 (11-9, 7-11, 3-11, 6-11) fyrir pari frá Úkraínu, en keppt var með útsláttarfyrirkomulagi í tvíliðaleiknum.
Þeir Ingi Darvis og Matthías hafa þar með lokið keppni á mótinu, þar sem þeir komust ekki upp úr riðlinum í einliðaleik.
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ er í Linz, og sækir þing ETTU, sem fram fer þann 17.10.
Forsíðumynd frá Auði Tinnu.