Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Netkönnun um bordtennis.is

Vefurinn okkar er nokkuð kominn til ára sinna og full þörf á endurnýjun að mati stjórnar BTÍ. Á þessu ári fagnar BTÍ 50 ára afmæli og af því tilefni hefur stjórnin ákveðið að setja í gang vinnu við nýjan vef. Fyrsta skrefið er að leita álits iðkenda og annarra sem nota bordtennis.is.

Við vonumst til að borðtennisáhugafólk verði duglegt að svara könnuninni en niðurstöður úr henni munu skipta miklu máli í þessari vinnu. Könnunin er stutt og tekur varla nema örfáar mínútur að ljúka henni.

Það væri einnig vel þegið ef þið aðstoðið okkur við að vekja athygli á könnuninni í ykkar félögum og tengslanetum

Svara netkönnun

Aðrar fréttir