Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Nevena komst í 8 manna úrslit í einliðaleik á Smáþjóðaleikunum

Keppni í einliðaleik karla og kvenna á Smáþjóðaleikunum á Möltu hófst þann 2. júní. Nevena Tasic, Ingi Darvis Rodriguez og Magnús Gauti Úlfarsson unnu öll leik í riðlakeppninni og Nevena komst í 8 manna úrslit.

Nevena lék í riðli með Foteini Meletie frá Kýpur og vann þann leik 3-1. Hún tapaði síðan 0-3 fyrir Ivonu Petric frá Montenegro. Sigurinn á Meletie dugði henni til að komast í 8 manna úrslit en þar mátti hún þola 0-3 tap fyrir Renötu Strbikovu frá Möltu.

Sól Kristínardóttir Mixa tapaði báðum leikjum sínum í riðlinum 1-3 gegn sterkum mótherjum, fyrst fyrir Ariel Barbosa frá Lúxemborg og svo fyrir Renötu Strbikovu frá Möltu.

Ingi Darvis lék fyrst við fyrrum meistara Marios Yiangou frá Kýpur og tapaði 0-3. Þá lék Ingi við Obed Arsenio frá Andorra og sigraði 3-0. Í lokaleiknum tapaði hann svo 0-3 fyrir Dimitrij Prokopcov frá Möltu.

Forsíðumynd af Nevenu af vef leikanna.

Magnús Gauti byrjði riðlakeppnina á því að tapa 0-3 fyrir Felix Wetzel frá Möltu. Næst lék hann við Emili Arsenio frá Andorra og sigraði 3-2. Í síðasta leiknum tapaði hann svo 2-3 fyrir Elia Sharpel frá Kýpur en með sigri í þeim leik hefði hann komist í 8 manna úrslitin.

Leikið var fram að undanúrslitum þann 2. júní og verður leikið til úrslita í einliðaleik þann 3. júní.

Vefsíða leikanna: https://gssemalta2023.mt/

Aðrar fréttir