Borðtennisfólk ársins eru Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez úr Víkingi. Kosið var um borðtennisfólk ársins í rafrænni kosningu í liðinni viku. Nevena hlaut afgerandi kosningu en Ingi Darvis hlaut aðeins tveimur fleiri atkvæði en Magnús Gauti úr BH.