Nevena sterk í norsku deildinni
Íslensku landsliðskonurnar léku öðru sinni í norsku kvennadeildinni helgina 10.-11. desember. Liðið skipuðu að þessu sinni Ársól Clara Arnardóttir, KR, Nevena Tasic, Víkingi og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi.
Laugardaginn 10. desember mætti íslenska liðið fyrst liði Klemetsrud BTK og tapaði 3-6, þar sem Nevena vann tvo einliðaleiki og tvíliðaleik með Stellu.
Næst mætti liðið Fokus BTK, og tapaði 1-6. Aftur var það Nevena sem vann leik en Ársól vann eina lotu.
Sunnudaginn 11. desember var lið Trondheim BTK fyrri andstæðingur kvennanna. Okkar konur töpuðu 1-6 og aftur vann Nevena leik en Ársól vann eina lotu.
Seinni leikur sunnudagsins var við Notodden BTK og sá leikur tapaðist 0-6.
Staðan í deildinni er sú að lið Fokus er efst með 12 stig og Notodden hefur 11 stig. Íslenska liðið hefur spilað við öll liðin og er neðst án stiga, en hefur unnið 12 leiki í allt.
Hér má sjá úrslit úr leikjum í deildinni: https://bordtennis.no/seriespill/?avd=Dame