Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Nevena Tasic sigraði á Opna Hafnarfjarðarmótinu í gær

Nevena Tasic Víkingi sigurvegari mótsins

 

Opna Hafnarfjarðarmótið var haldið laugardaginn 27. október í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppt var í opnum flokki kvenna. Þátttakendur voru 22. Keppnisfyrirkomulag var með óhefðbundnu sniði. Keppt var í þriggja til fjögurra manna deildum þar sem keppendur kepptu við aðra leikmenn á sama getustigi. Höfðu keppendur síðan möguleika á því að vinna sig upp um flokk á milli umferðanna eða detta niður í næsta flokk á eftir.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í A flokki og svo fyrir þann leikmann í öðrum flokkum sem efstur var í hverjum flokki fyrir sig. Léku leikmenn þannig minnst 8 leiki á mótinu. Keppendur voru af öllum getustigum og aldri en yngsti keppandinn var 8 ára og sá elsti 50 ára.

Mótið heppnaðist vel en til þess sáu dómarar á öllum borðum sem voru yngstu iðkendur BH sem dæmdu af fagmennsku. Er þetta mesti fjöldi í opnum flokki kvenna í áratugi utan héraðsmóta en margir leikmenn í kvennaflokki eru þessi misserin að taka miklum framförum.

Sigurvegari mótsins í A flokki var Nevena Tasic Víkingi sem tapaði ekki leik á öllu mótinu. Að launum hlaut hún hálsmen frá Siggu & Timo.  Agnes Brynjarsdóttir sem aðeins er 12 ára gömul gerði sér lítið fyrir og endaði í 2. sæti og í þriðja sæti var Lára Ívarsdóttir KR.

Úrslit:
Opinn flokkur:
1. sæti: Nevena Tasic
2. sæti: Agnes Brynjarsdóttir
3. sæti: Lára Ívarsdóttir
Sigurvegarar í öðrum deildum:
B-Deild: Ársól Clara Arnardóttir
C-Deild: Guðrún Gestsdóttir
D-Deild: Lóa Floriansdóttir Zink
E-Deild: Hildur Halla Þorvaldsóttir
F-Deild: Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir
G-Deild: Arnheiður Maja Eggertsdóttir

Hér að neðan eru nokkrar myndir af mótinu

 

 

 

Aðrar fréttir