Niðurröðun leikja í deildakeppninni
Leikjum í deildakeppninni hefur verið raðað niður. 1. deild og 2. deild leika á laugardögum, en auk þess verður einu sinni leikið í 2. deild á sunnudegi.
Í 2. deild leikja fjögur lið af höfuðborgarsvæðinu og tvö af Eyjafjarðarsvæðinu. Leikjum var raðað niður með það í huga að fækka ferðalögum og fara því ekki allir leikir umferðar fram á sama stað og tíma. Hvert lið af höfuðborgarsvæðinu fer eina ferð norður og liðin af Eyjafjarðarsvæðinu fara tvær ferðir til keppni á höfuðborgarsvæðinu.
Hin nýja 3. deild mun svo leika á sunnudögum. Alls leika átta lið í suðvesturriðli og fimm lið í suðurriðli. Hugsanlega mun bætast við riðill á Norðurlandi og mun það ráðast fljótlega.
Meðfylgjandi eru skjöl með niðurröðun leikjanna. Þau má fljótlega líka sjá í dálkinum hægra megin á síðunni, undir Nýtt á bordtennis.is.