Noah og Yuki sigruðu í elite flokki á BH Open
Um helgina fór BH Open borðtennismótið fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og tóku 116 keppendur þátt, bæði frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum og Japan. Spilað var í 19 flokkum, bæði styrkleikaflokkum og aldursflokkum.
Sigurvegarar í flokkunum komu frá mörgum félögum, þ.e. frá BH, BR, HK, KR, Leikni, Umf. Laugdælum, UMFB, Víkingi, Færeyjum og Roskilde BTK 61 í Danmörku. Noah Takeuchi Lassen, Roskilde BTK 61 sigraði í elite flokki karla og Yuki Kasahara frá Japan, sem keppir fyrir UMFB, sigraði í elite flokki kvenna.
Verðlaunahafar í einstökum flokkum
Meistaraflokkur karla elite
1. Noah Takeuchi Lassen, Roskilde BTK 61
2. Norbert Bedo, KR
3.-4. Birgir Ívarsson, BH
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingur
Meistaraflokkur kvenna elite
1. Yuki Kasahara, UMFB
2. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
4. Helena Árnadóttir, KR
Opinn flokkur A
1. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
2. Óskar Agnarsson, HK
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3.-4. Noah Takeuchi Lassen, Roskilde BTK 61
Opinn flokkur B
1. Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH
2. Nicholas Christian Nilsen, Roskilde BTK 61
3.-4. Kristján Ágúst Ármann, BH
3.-4. Rasmus Kringelum, Roskilde BTK 61
Opinn flokkur C
1. Dawid May-Majewski, BH
2. Rasmus Teitsson Í Skorini, Færeyjum
3.-4. Hergill Frosti Friðriksson, BH
3.-4. Piotr Herman, BR
Opinn flokkur D
1. Pétur Xiaofeng Árnason, KR
2. Arnaldur Orri Gunnarsson, KR
3.-4. Baldvin Páll Henrysson, KR
3.-4. Suni Á Lava, Færeyjum
Strákar u11
1 Brynjar Gylfi Malmquist, HK
2. Hjörleifur Brynjarsson, HK
3.-4. Björn Kári Valsson, HK
3.-4. Jón Guðmundsson, Garpur
Stelpur u11
1. Júlía Fönn Freysdóttir, KR
2. Anna Villa Sigurvinsdóttir, KR
3.-4. Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpur
3.-4. Álfrún Milena Kvaran, KR
Strákar u12
1 Brynjar Gylfi Malmquist, HK
2 Benjamín Bjarki Magnússon, BH
3.-4. Aron Einar Ólafsson, Garpur
3.-4. Vincent Daníel Guerrero Manaure, BH
Strákar u13
1. Rasmus Teitsson Í Skorini, Færeyjum
2. Dawid May-Majewski, BH
3.-4. Benjamín Bjarki Magnússon, BH
3.-4. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
Stelpur u13
1. Védís Daníelsdóttir, Umf. Laugdælir
2. Guðbjörg Stella Pálmadóttir, Garpur
3. Guðrún Birna Sveinbjörnsdóttir, Garpur
4. Anna María Ármann, BH
Strákar u14
1. Ari Jökull Jóhannesson, Leiknir
2. Guðmundur Ólafur Bæringsson, Garpur
3. Vincent Daníel Guerrero Manaure, BH
4. Baldur Ingi Magnússon, Garpur
Stelpur/Strákar u19
1. Heiðar Leó Sölvason, BH
2. Hergill Frosti Friðriksson, BH
3.-4. Benedikt Darri Malmquist, HK
3.-4. Jósva Fonsdal Højgaard, Færeyjum
Stelpur/Strákar u15A
1. Rasmus Teitsson Í Skorini, Færeyjum
2. Dawid May-Majewski, BH
3.-4. Benedikt Darri Malmquist, HK
3.-4. Ibrahim Almassri, BR
Stelpur/Strákar u15B
1. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR
2. Guðný Lilja Pálmadóttir, Garpur
3.-4. Jörundur Steinar Hansen, HK
3.-4. Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR
Stelpur/Strákar u17
1. Hadassa Christiansen, Færeyjum
2. Jörundur Steinar Hansen, HK
3.-4. Emma Niznianska, BR
3.-4. Sindri Þór Rúnarsson, HK
Stelpur/Strákar u23
1. Jósva Fonsdal Højgaard, Færeyjum
2. Jákup Debess, Færeyjum
3. Benjamín Bjarki Magnússon, BH
4. Weronika Grzegorczyk, Garpi
Karlar/Konur 40+
1. Michael May-Majewski, BR
2. Ruben Illera Lopez, Selfossi
3.-4. Piotr Herman, BR
3.-4. Sigurjón Ólafsson, HK
Tvíliðaleikur hæsti/lægsti
1. Benedikt Darri Malmquist/Heiðar Leó Sölvason, HK/BH
2. Arnaldur Orri Gunnarsson/Þorbergur Freyr Pálmarsson, KR/BH
3.-4. Anton Óskar Ólafsson/Sindri Þór Rúnarsson, Garpur/HK
3.-4. Suni Á Lava/Norbert Bedo, Færeyjum/KR
Yfir 300 myndir af mótinu má finna í myndamöppu á Facebook síðu BH og eru myndir af verðlaunahöfum teknar þaðan.
Á mótinu var vígður glæsilegur nýr verðlaunapallur. Einnig rúllustandar með merki BH. Pallurinn og rúllustandarnir eru gjöf frá traustum bakhjarli Borðtennisfélags Hafnarfjarðar, Gullfiski og vilja aðstandendur mótsins færa þeim hjartans þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Úrslit í einstökum leikjum má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/F7A6B4CC-0CF1-484B-BC12-C522CD217BE3
Uppfært 21.1.