Norbert og Kristjana hækkuðu mest á styrkleikalista
Norbert Bedo, KR, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júlí 2021 til 1. júlí 2022 en hann bætti sig um 333 stig á milli ára. Þetta er mesta hækkun á milli ára sem hefur verið mæld síðasta áratug.
Kristjana Áslaug Káradóttir Thors, KR, hækkaði mest kvenna á listanum á sama tíma, eða um 130 stig.
Auk Norberts, hækkuðu þrír aðrir karlar um meira en 100 stig á milli ára. Björgvin Ingi Ólafsson, HK, hækkaði um 164 stig, en hann hækkaði mest allra árið á undan. Michal May-Majewski, BR, hækkaði um 145 stig og Damian Kossakowski, BR, um 104 stig.
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR, bætti sig næstmest kvenna, eða um 52 stig og Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir, Dímon, bætti við sig 49 stigum.
Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júní 2022 og 1. júlí 2021 hafi ekki tekið þátt í mótum í einliðaleik keppnistímabilið 2021-2022.
Í viðhengjum er merkt við leikmenn, sem komu aftur inn á listann með gömul styrkleikastig og við þá nýju leikmenn, sem voru metnir inn á listann vegna árangurs á sínum fyrstu mótum. Sú merking er ekki tæmandi.
Sjá nánar í viðhengjum: