Norður-Evrópumót unglinga verður á Íslandi 2023
Norður-Evrópumót unglinga verður haldið á Íslandi árið 2023 en ekki í sumar, eins og fyrirhugað hafði verið. Vegna óvissunnar, sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirufaraldursins var ekki talið fýsilegt að halda mótið á Íslandi í sumar, enda gátu þátttökulöndin ekki staðfest að þau myndu senda lið á mótið.
Mótið verður haldið í Eistlandi sumarið 2022 og sumarið 2023 verður þá röðin loksins komin að Íslandi.
Á forsíðunni má sjá auglýsingu fyrir mótið árið 2018.