Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Norður Evrópumótið í borðtennis, Osló Noregi. Leikir í beinni útsendingu

Íslensku liðin skipuð þeim Magnúsi Jóhanni Hjartarssyni, Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Kára Ármannssyni í karlaflokki og þeim Berglindi Ósk Sigurjónsdóttur, Kolfinnu Bjarnadóttur og Sigrúnu Ebbu Urbancic í kvennaflokki héldu til Osló í Noregi snemma í morgun til að taka þátt í Norður Evrópumótinu.  Þjálfari í ferðinni er Kristján Viðar Haraldsson.  Í Noregi verður hópnum til aðstoðar Einar Geirsson fyrrv. unglingalandsliðsþjálfari sem nú starfar í Noregi.  Hópnum til halds og trausts er svo  með í ferðinni Matthías Stephensen sem verður fulltrúi Íslands á þingi NETU sem fram fer meðan á mótinu stendur.

Dregið hefur verið í riðla í liðakeppninni og leikur íslenska liðið í riðli 1 með Grænlandi, Svíþjóð og Lettlandi.  Í riðli 2 eru Danmörk, Finnland, Noregur og Litháen.  Liðakeppnin hefst í fyrramálið kl. 09.15 að norskum tíma en 07.15 að íslenskum tíma  Leiki mótsins á tveimur borðum er hægt að sjá í beinni útsendingu á vef leikanna sem er að finna hér.

Aðrar fréttir