Ný dagsetning fyrir Íslandsmót unglinga
Mótanefnd Íslandsmóts unglinga hefur ákveðið nýja dagsetningu fyrir Íslandsmót unglinga í samráði við stjórn Borðtennissambands Íslands. Ný dagsetning fyrir mótið er 19.-20. desember í KR heimilinu við Frostaskjól.
Þetta er þriðja og síðasta tilraun til að halda mótið á þessu ári. Vonandi verða aðstæður í þjóðfélaginu þannig að það takist að halda þetta mót fyrir unga borðtennisfólkið okkar.