Ný heimasíða borðtennissambands Íslands.
Ný heimasíða borðtennissambands Íslands fer nú í loftið. Sú gamla stóð fyrir sínu og dugði lengi. Erfitt var samt að setja inn fréttir en þær þurfti að skrifa í html kóða. Myndir voru bundnar við ákveðna stærð og erfitt að stofna nýjar síður. Fer ný heimasíða nú af stað til þess að einfalda hlutina, gera þá aðgengilegri og til að nýta vefinn til fulls.
Helstu nýjungar:
– Myndbandasafn (hér verða sett inn myndbönd af leikjum úr borðtennisstarfi).
– Viðburðardagatal (búið er að setja inn á viðburðardagatalið mót ársins og einnig deildarleiki í 1. deild svo auðvelt verði fyrir alla að fylgjast með starfi vetrarins).
– Myndasafn (Búið er að setja inn ljósmyndir frá árunum 2005 til 2011 inn á vefinn. Eru þær úr myndasafni Finns Hrafns Jónssonar borðtennismanns.
– Sögusafn (Unnið er að því að setja inn úrklippur úr dagblöðum og tímaritum inn á vefinn.
– Við bendum á horn Davíðs Jónssonar borðtennismanns sem nú æfir í Kóreu. Verður gaman að fylgjast með honum í vetur.