Ný Reglugerð BTÍ um lánsleikmenn
Á stjórnarfundi BTÍ fyrr í kvöld var samþykkt ný reglugerð um lánsleikmenn. Geta leikmenn nú með samþykki upprunafélags og samþykki þess félags sem leikmaður er lánaður til nú spilað í deildarkeppnum BTÍ yfir eitt tímabil eða hluta úr tímabili. Á öðrum mótum leikur leikmaður með sínu upprunafélagi. Frá lánsleikmannasamningi þarf að ganga áður en lið eru tilkynnt til mótanefndar BTÍ í upphafi tímabils eða í leikmannaglugganum á tímabilinu 15. desember til 4. janúar ár hvert.
Hægt er að kynna sér reglugerðina hér en einnig verður hún eftirleiðis aðgengileg á vef BTÍ undir flipanum „Um BTÍ“ efst á heimasíðunni og í undirflipanum „Lög/reglugerðir“.
Eyðublað fyrir lánssamning er að finna hér og undir flipanum sem tilgreindur er hér að ofan.