Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ný stjórn kjörin á ársþingi BTÍ

Ársþing BTÍ fór fram í húsnæði ÍSÍ í Laugardal laugardaginn 13. maí. Alls höfðu 37 þingfulltrúar rétt til setu á þinginu sem fulltrúar 12 félaga, en af þeim mættu 18 til leiks.

Fram fóru hefðbundin þingstörf, og verður fundargerð þingsins birt hér á vefnum þegar hún er frágengin.

Þær þrjár tillögur til breytinga á keppnisreglum, sem voru bornar fram (sjá frétt frá 28. apríl) voru allar samþykktar.

Þau Anna Sigurbjörnsdóttir og Kári Mímisson gengu úr stjórn en í þeirra stað voru kjörin Guðrún Gestsdóttir og Már Wolfgang Mixa. Hinir stjórnarmennirnir þrír voru kjörnir í fyrra til tveggja ára, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður, Ingimar Ingimarsson og Sigurjón Ólafsson.

Í frétt frá 12. maí er slóð á ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun stjórnarinnar.

Á mynd á forsíðu má sjá stjórnina með Valdimar Leó Friðrikssyni starfsmanni BTÍ. Þau Guðrún og Már voru fjarverandi en voru á símamynd.

Aðrar fréttir