Ný stjórn kosin á þingi Borðtennissambands Íslands
Ingimar Ingimarsson var kjörinn formaður Borðtennissambands Íslands á þingi Borðtennissambands Íslands í dag. Auk hann voru Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Hlöðver Steini Hlöðversson, Reynir Björgvinsson og Styrmir Stefnisson kjörin í stjórn sambandsins. Hlöðver sat í fyrri stjórn en hin þrjú koma ný inn í stjórnina. Sigurður Valur Sverrisson, sem verið hefur formaður sambandsins undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Í varastjórn voru kjörin Halldór Haralz, Matthías Stephensen og Sigurður Eiríksson.
Á þinginu var Sigurður sérstaklega hylltur með lófaklappi af fundargestum fyrir óeigingjarnt starf hans síðustu áratugi í þágu hreyfingarinnar.
Á þinginu voru einnig veittar viðurkenningar. Hu Daoben var gerður að heiðursfélaga BTÍ og var honum afhentur sérstakur heiðursskjöldur þar sem honum eru þökkuð störf hans fyrir borðtennis á Íslandi á árunum 1989 til 2016. Guðmundur Stephensen fékk gullmerki sambandsins fyrir afrek sín í íþróttinni. Bjarni Þ. Bjarnarsson fékk einnig gullmerki fyrir störf sín fyrir BTÍ.