Nú í vikunni bættist í hóp íslenskra Alþjóðadómara. Prófið sem er skriflegt fór fram þann 7. maí sl. og komu niðurstöður úr prófinu nú í vikunni.

Borðtennismennirnir og bræðurnir  Pétur Marteinn Urbancic Tómasson og Jóhannes Bjarki Urbancic  stóðust prófið og óskar BTÍ þeim til hamingju með niðurstöðuna. Eiga Íslendingar því nú fjóra virka Alþjóðadómara, þá Árna Síemsen, Hannes Þ Guðrúnarson, Pétur Martein Tómasson og Jóhannes Bjarka Urbancic.

Tags

Related