Nýr A-landsliðshópur valinn
Nýr landsliðsþjálfari, Aleksey Yefremov, verður á landinu 22.-26. nóvember. Hann mun halda sínar fyrstu æfingar 22.-25. nóvember. Þá mun hann fylgjast með leikmönnum í Raflandsdeildinni laugardaginn 24. nóvember og meta þá sem hann sér þar en hann hefur úrslitavald um hverjir verða í hópunum. Honum hefur verið sagt frá þeim leikmönnum sem nú eru erlendis að æfa.
Valinn hefur verið landsliðshópur sex karla og sex kvenna til æfinga hér á landi og eru eftirtaldir leikmenn í hópnum:
Karlar
Birgir Ívarsson, BH
Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH
Magnús Gauti Úlfarsson, BH
Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, BH
Konur
Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
Aldís Rún Lárusdóttir, KR
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR
Ársól Arnardóttir, KR
Nevena Tasic, Víkingi
Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
Agnes og Nevena eru nýliðar í hópnum en aðrir leikmenn hafa áður leikið landsleiki í flokki fullorðinna.
Æfingar hópsins:
Fimmtudagur 22. nóvember
17:30-19:30: Æfing í BH konur
19:30-21:30: Æfing í BH karlar
Föstudagur 23. nóvember
17:30-19:30 Æfing í Víkingi karlar og konur
Laugardagur 24. nóvember
Raflandsdeild karla og kvenna – Aleksey verður á staðnum
Sunnudagur 25. nóvember
09:00-11:00 Æfing í Víkingi – karlar og konur
16:00-18:00 Æfing í Víkingi – karlar og konur
Forsíðumyndin af nýliðunum Nevenu og Agnesi frá Grand Prix móti HK.
ÁMU