Nýr alþjóðadómari hjá BTÍ
Á vordögum var þreytt Alþjóðadómarapróf ITTF og var þetta nú í fyrsta sinn sem prófið var rafrænt. Umsjón með prófinu af hálfu BTÍ hafði Pétur Marteinn Tómasson Alþjóðadómari. Að þessu sinni þreyttu tveir prófið en það er bæði langt og strangt.
Það er gleðiefni að hreyfingin öðlaðist sinn fimmta virka Alþjóðadómara en þeim hefur nú fjölgað um 3 frá árinu 2018. Um er að ræða einnig fyrstu íslensku konuna með réttindin í langan tíma og sem virk er í hreyfingunni. Óskar BTÍ Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur innilega til hamingju með að hafa staðist prófraunina og titilinn.