Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Nýr unglingalandsliðsþjálfari BTÍ

Borðtennissamband Íslands gekk fyrr í dag frá samningi við Tómas Inga Shelton, nýjan unglingalandsliðsþjálfara, sem tekur við þjálfun og utanumhald unglingalandsliða. Tómas hefur undanfarin ár þjálfað á Íslandi og einbeitt sér að þjálfun yngri kynslóðanna þar sem hann hefur náð afbragðsárangri. Einnig hefur hann aðstoðað og verið BTÍ innan handar varðandi ferðir unglingalandsliða erlendis. Tómas kláraði í fyrra 2. stigs þjálfaragráðu ITTF.

Mun Tómas  fljótlega boða unglingalandsliðshópa til æfinga.

Stjórn BTÍ býður Tómas velkominn til starfa og þakkar um leið Kristjáni Viðari Haraldssyni samstarfið á liðnum árum.

Aðrar fréttir