Nýtt borðtennis félag stofnað í Reykjanesbæ
Í dag var „Borðtennisfélag Reykjanesbæjar“ eða BR stofnað á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Undanfarna mánuði hefur hópur fólks, bæði fullorðinna og yngri spilara, æft í kirkjunni á Ásbrú í Reykjanesbæ með góðum árangri. Í dag var svo það skref stigið að stofna félag utan um starfið með það að markmiði að vera þáttakandi í starfi BTÍ.
Mikill áhugi er fyrir borðtennisiðkun í Reykjanesbæ og fjölgar iðkendum jafnt og þétt og félaginu vantar því fleiri borðtennisborð. Hið nýstofnaða félag biðlar því til allra sem geta hugsanlega lánað borðtennisborð að hafa samband við formann félagsins Piotr Herman ([email protected])
Ljóst er að með stækkun félagsins þarf að finna aðstöðu þar sem fleiri iðkendur geta komið saman. Félagið hefur átt viðræður við yfirvöld í Reykjanesbæ um aðstöðu til borðtennisiðkunar í bænum og er vinna í gangi við að finna viðunnandi aðstöðu sem fyrst.
Fjölgun borðtennisfélaga er alltaf ánægjuefni og við bjóðum BR hjartanlega velkomin!