Nýtt borðtennisfélag í Mosfellsbæ
Þann 6. júlí var nýtt borðtennisfélag stofnað í Mosfellsbæ, Borðtennisfélag Mosfellsbæjar (BM). Stofnfélagar voru fjórir og er formaður Júlíus Valdimar Finnbogason, gsm 858-3444.
Íþróttfulltrúinn og æskulýðsfulltrúann í Mosfellsbæ, ásamt skólastjóra Lágafellsskóla eru að vinna að því að útvega BM aðstöðu til æfinga.
Fyrirhugað er að kynna íþróttina í ágúst í samvinnu BM og Mosfellsbæjar og kostnaðurinn við það verður greiddur með styrk úr Be-activ sjóði ÍSÍ. Vonast er til að hægt verði að bjóða upp á ókeypis æfingar fyrstu vikurnar.
Forsíðumynd af stofnfélögum og stjórnarmönnum.