Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Nýtt útlit á mótaskrá

Ákveðið
hefur verið að nota Google Calendar til að skrá mót og aðra viðburði á vegnum
BTÍ. Við það verður skráning viðburða og uppfærsla einfaldari en einnig býður
það upp á möguleika fyrir iðkendur og aðra áhugasama að tengja mótaskrá við
sitt eigið Google dagatal.

Til
að byrja með verður eldra útlit af mótaskrá einnig aðgengilegt á bordtennis.is en síðar í vetur
má búast við að Google dagatalið taki alfarið við og eldri mótaskrá tekin úr
birtingu.

Dagatalinu er ætlað að sýna yfirlit yfir mót og
aðra viðburði sem tengjast BTÍ. Nánari upplýsingar um viðburði verður að finna
í fréttatilkynningum á bordtennis.is.

Alþjóðleg mót sem merkt eru á dagatalið gefa ekki til kynna að búið sé að ákveða að senda keppendur frá Íslandi. Slíkt verður ákveðið og tilkynnt í tengslum við hvert mót þegar að því kemur.

Ef félög óska eftir að viðburðir eða mót á þeirra vegum verði birt á dagatali BTÍ skal senda upplýsingar um það á netfangið [email protected].

Aðrar fréttir