Föstudaginn 29. apríl kl. 19.30 verður leikinn oddaleikur í úrslitakeppni 1. deildar karla. Þar ræðst hvort það verður Víkingur-A eða Víkingur-C sem verður Íslandsmeistari. Hvort liðið um sig hefur unnið einn leik í úrslitakeppninni til þessa. Víkingur-A varð deildarmeistari og á titil að verja frá því í fyrra.

 

ÁMU