Óformlegt aldursflokkamót 15. október
Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfari býður til opins móts fyrir unga leikmenn í Íþróttahúsi Hagaskóla, Neshaga 3, sunnudaginn 15. október kl. 9.30. Húsið opnar kl. 9. Gert er ráð fyrir matarhléi á tímabilinu 12.30-13.30 og að mótinu ljúki á bilinu 17.30-18.30.
Miðað er við að leikmenn séu ekki eldri en 19 ára.
Á mótinu fá ungir leikmenn tækifæri til að spila marga leiki og verður fyrirkomulagið það sama og á mótinu sem var haldið þann 10. september. Á þennan hátt fá leikmenn meiri keppnisreynslu um leið og þeir kynnast leikmönnum úr öðrum félögum og njóta samvista við þá.
Mótið gildir ekki til stiga á styrkleikalista.
Ekki verður leyfilegt að segja leikmönnum til á mótinu.
Þátttökugjald er kr. 1000.
Keppendur þurfa að skrá sig á netfangið [email protected]. Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, fæðingardagur og félag sem leikmaðurinn spilar fyrir. Vinsamlegast setjið OPEN TOURNAMENT í efnislínuna í póstinum.
Skráningarfrestur er til kl. 21 föstudaginn 13. október.
Forsíðumynd tekin af Finni Hrafni Jónssyni í leik í 3. deild, tekin af Fésbókarsíðunni Borðtennis fyrir lengra komna.