Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Óformlegt mót fyrir unga leikmenn 10. september

Mattia Contu, unglingalandsliðsþjálfari býður til opins móts fyrir unga leikmenn í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 10. september kl. 10.30. Húsið opnar kl. 10.
Miðað er við leikmenn í drengja/stúlknaflokki eða yngri, þ.e. 18 ára og yngri.

Á mótinu fá ungir leikmenn tækifæri til að spila nokkra leiki. Mótið gildir ekki til stiga á styrkleikalista.

Keppendur þurfa að skrá sig á netfangið [email protected]. Skráningu þarf að fylgja fullt nafn, fæðingardagur og félag sem leikmaðurinn spilar fyrir. Vinsamlegast setjið OPEN TOURNAMENT í efnislínuna í póstinum.

Skráningarfrestur er til kl. 21 laugardaginn 9. september.

Forsíðumynd af krökkunum sem léku fyrir Íslands hönd á EM u13 ára í sumar.

Aðrar fréttir