Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ólafur Elí sæmdur gullmerki ÍSÍ

Ólafur Elí Magnússon, íþróttafrömuður úr Dímon, hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastarf sitt í þágu íþrótta. Gullmerkið var afhent þegar tilkynnt var um kjör íþróttamanns ársins og kjör íþróttaeldhuga ársins, en Ólafur Elí var einn þeirra sem var tilnefndur sem íþróttaeldhugi.

Þetta segir á vef ÍSÍ um ástæðu fyrir veitingu viðurkenningarinnar:
„Ólafur Elí Magnússon hefur starfað fyrir Íþróttafélagið Dímon. Hann hefur um langt skeið unnið ómetanlega að íþróttastarfi barna og ungmenna í Rangárþingi eystra og verið óþreytandi í að gefa tíma sinn til þeirra málefna hvort sem er í gegnum íþróttafélagið Dímon eða á öðrum vettvangi. Hann hefur í um 30 ár staðið fyrir æfingum í mörgum íþróttagreinum og hvatt börn og unglinga í félaginu til að taka þátt í mótum. Ólafur hefur fylgt keppendum á mót og ekki talið það eftir sér að keyra þá um allt land. Ólafur hefur prívat og persónulega staðið fyrir íþróttaskóla fyrir tvo elstu árganga leikskólans í yfir 25 ár og þannig stuðlað að áframhaldandi íþróttaiðkun þeirra, endurgjaldslaust. Ólafur hefur setið í aðalstjórn Íþróttafélagsins Dímonar um margra ára skeið auk þess sem hann á sæti í stjórnum borðtennis-, frjálsíþrótta- og glímudeilda félagsins. “

Forsíðumynd af vef sunnlenska.is.

Aðrar fréttir