Ólafur Þór Rafnsson hefur verið valinn nýr þjálfari landsliða karla og kvenna en hann tekur við keflinu af Guðmundi Stephensen.  Ólafur Þór mun stýra verkefnum landsliðs í ár en þau helstu erlendis er Arctic Open í Færeyjum 12.-14. maí nk, Smáþjóðaleikarnir í San Marino 29. maí til 3. júní nk. og Evrópumótið í liðakeppni í Luxemborg 13. til 17. september nk.

Stjórn BTÍ býður Ólaf velkominn til starfa og þakkar um leið fráfarandi landsliðsþjálfara Guðmundi Stephensen gott samstarf.  Tekur Ólafur við öflugum leikmannahóp af Guðmundi.