Ólöf, Kári, Kolfinna, Breki, Hrefna og Pétur sigruðu á lokamóti unglingamótaraðarinnar
Lokamót unglingamótaraðar Borðtennissambands Íslands var haldið í KR-heimilinu við Frostaskjól í dag. Til mótsins var boðið 8 stigahæstu leikmönnunum í 3 aldursflokkum drengja og stúlkna. Flestir stigahæstu leikmennirnir tóku þátt í mótinu.
Sigurvegararnir fengu vegleg verðlaun og allir þátttakendur á mótinu fengu viðurkenningu.
Þau sem sigruðu voru Ólöf Sólveig Ólafsdóttir, BH, í flokki stelpna 12 ára og yngri, Kári Ármannsson, KR, í flokki stráka 12 ára og yngri, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, í flokki stelpna 13-15 ára, Breki Þórðarson, KR, í flokki stráka 13-15 ára, Hrefna Namfa Finnsdóttir, HK, í flokki stúlkna 16-18 ára og Pétur Gunnarsson, KR, í flokki drengja 16-18 ára.
ÁMU (uppfært 7.4.)
Verðlaunahafar í flokki stráka 12 ára og yngri (mynd: Finnur Hrafn Jónsson)