Opið hús hjá nýrri Borðtennisdeild Leiknis gekk vel
Laugardaginn kl. 15 var opið hús hjá Borðtennisdeild Leiknis í Íþróttahúsi Fellaskóla í Efra-Breiðholti. Eyrún Elíasdóttir, sem mun þjálfa á laugardagseftirmiðdögum í vor tók á móti 25 gestum úr hverfinu og kenndi grunnatriðin í íþróttinni. Einnig mættu Guðrún Gestsdóttir, meðstjórnandi BTÍ, Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri BTÍ og Guðfinna Magnea Clausen, KR, sem hefur búið í Breiðholti undanfarin ár.
Í Fellaskóla eru fjögur borðtennisborð en ef vel gengur verður aukið við þann fjölda.
Æfingar verða á eftirfarandi tímum í vor:
Miðvikudagar og föstudagar kl. 14:30-16 (fyrir börn á grunnskólaaldri) og laugardagar kl. 15:00-16:30 (fjölskyldutímar).
Myndir: Guðrún Gestsdóttir og Valdimar Leó Friðriksson.