Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Patrick Stobberup og Kolfinna Bjarnadóttir sigruðu á Reykjavíkurleikunum

Glæsilegu borðtennismóti lokið.

Borðtennismót  Reykjavíkurleikana fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal um helgina.

Keppt var í karla og kvennaflokki þar sem margir af bestu borðtennismönnum landsins

ásamt gestum frá Kína, Rúmeníu og Danmörku léku.

 

Í karlaflokki léku í undanúrslitum Magnús K. Magnússon gegn félaga sínum

úr Víkingi Kristjáni Jónassyni, leikar fóru þannig að Magnús sigraði  3 – 0 (11-5, 11-3, og 11-6).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Daninn Patrick Stobberub við Daða F. Guðmundsson úr Víkingi,

leikar fóru þannig að Patrick sigraði 3 – 0 (11 – 9, 11 – 8, 11 – 6).

Úrslitaleikinn léku því Patrick Stobberup Danmörku gegn Magnúsi K. Magnússyni Víkingi.

Leikurinn var mjög skemmtilegur og hörku spennandi þar sem Patrick sigraði að lokum

3 – 2 (10 – 12, 11 – 3, 11 – 7, 7 -11, og 11 – 7).

 

Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Kolfinna Bjarnadóttir HK gegn Íslandsmeistaranum

Evu Jósteinsdóttur Víkingi.  Kolfinna sigraði 3 – 1 (12-10, 11-13, 11-5 og 11-6).

Í hinum undanúrslitaleiknum léku Sigrún E. Tómasdóttir KR og Aldís R. Lárusdóttir KR.

Leikar fóru þannig að Sigrún sigraði 3 – 1(11-8, 11-8, 9-11 og 11-6).

Úrslitaleikinn léku því Kolfinna Bjarnadóttir HK gegn Sigrúnu E. Tómasdóttur KR.  Kolfinna

sigraði nokku örugglega 3 -0 (11 -7, 11 -7 og 12 -10).

Aðrar fréttir