Pétur Marteinn og Bergrún Linda sigruðu í borðtenniskeppni Landsmóts UMFÍ
Borðtenniskeppni Landsmóts UMFÍ á Selfossi fór fram í dag. Keppt var í einliðaleik karla og kvenna. Borðtenniskeppnin er jafnframt hluti af stigakeppni héraðssambanda.
Í einliðaleik karla sigraði Pétur Marteinn Tómasson, ÍBR, en hann lagði Ingimar Ara Jensson, HSK 3-1 í úrslitaleik. Hlöðver Steini Hlöðversson, ÍBR og Tómas Ingi Shelton, ÍBH fengu bronsverðlaun.
Í einliðaleik kvenna sigraði Bergrún Linda Björgvinsdóttir, HSK Eyrúnu Elíasdóttur ÍBR 3-2 í úrslitum. Mæðgurnar Ásta Laufey Sigurðardóttir og Fanney Björk Ólafsdóttir úr HSK fengu bronsverðlaunin.
HSK sigraði í borðtenniskeppni héraðssambanda með 49 stig en ÍBR varð í 2. sæti með 37 stig.
ÁMU (uppfært 5.7.)