Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Pétur og Jóhannes, Aldís og Ásta sigruðu á Tvíliðaleiksmóti KR

Bræðurnir Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, KR og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH, sigruðu í tvíliðaleik á Tvíliðaleiksmóti KR, sem var haldið í KR-heimilinu 22. nóvember. Þeir unnu alla leiki sína og hlutu 6 vinninga. Leikið var í einum flokki skv. Monrad kerfi. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þrjú stigahæstu kvennapörin og sigruðu Aldís Rún Lárusdóttir og Ásta M. Urbancic, KR í kvennaflokki með 3 vinninga. Ásta er móðir þeirra Péturs og Jóhannesar.

Verðlaunahafar karlar

Karlar:

  1. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson/Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, BH/KR, 6 vinningar
  2. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH, 5 vinningar
  3. Ellert Kristján Georgsson/Jóhannes Kári Yngvason, KR, 4 vinningar

Tvíll KR 2015 konur

Konur:

  1. Aldís Rún Lárusdóttir/Ásta M. Urbancic, KR, 3 vinningar
  2. Ársól Arnardóttir/Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR, 3 vinningar
  3. Karitas Ármannsdóttir/Lilja Lív Margrétardóttir, KR, 1 vinningur

Þá var það par verðlaunað, sem náði flestum vinningum af þeim pörum sem hafa samanlagt færri en 2700 stig á styrkleikalistanum. Það voru Júlíus Fannar Thorarensen og Magnús B. Kristinsson úr Akri. Þeir höfðu 3 vinninga eins og Elvar Kjartansson og Ísak Aryan Goyal úr KR, en höfðu leikið við sterkari andstæðinga en Elvar og Ísak.

Tvíll KR 2015 stigaverðlaun

ÁMU

Aðrar fréttir