Pingpong mótið verður haldið 19. nóvember
Pingpong mót KR, sem er aldursflokkamót í tveimur flokkum, verður haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla 19. nóvember.
Annars vegar verður leikið í aldursflokki fæddra 2011 og síðar og hefst keppni í þeim flokki kl. 13.30.
Hins vegar verður keppt í flokki fæddra 2005 og síðar og hefst keppni í þeim flokki kl. 14.30.
Aðeins má keppa í einum flokki og eru þeir sameiginlegir fyrir öll kyn.