Punktamót Dímonar 2017 – Sumardaginn fyrsta
Punktamót Dímonar verður haldið á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017
í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Keppt verður í 2. flokki karla og kvenna.
Mótið hefst kl. 11.00 og er skráningargjald kr. 800,- á þátttakanda
- 2.flokkur karla Keppni hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 14:20
- 2.flokkur kvenna Keppni hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 14:20
Vinningar fyrir efsta sætið í hvorum flokki eru eftirfarandi:
- Gjafabréf frá Lárusi í Miðhúsum uppá klst hestaferð um Njáluslóðir
- Gjafabréf frá söluskálanum Björkin uppá 16´ pizzu og gos.
- 10 miða sundkort í sundlaugina á Hvolsvelli
Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 19. apríl kl. 22:00 og skal skráningum skilað til [email protected] eða [email protected]
Leikið verður með hvítum STIGA*** kúlum á STIGA ELITE borðum.
Leiknar verða 3 -5 lotur eftir riðlafyrirkomulagi þar sem 2 efstu komast
áfram, eftir það verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi.
Raðað verður eftir styrkleikalista BTÍ.
Yfirdómari verður. Ólafur Elí Magnússon
Mótstjórn: Reynir Björgvinsson og Ásta Laufey Sigurðardóttir
Mótstjórn óskar eftir að leikmenn leiki í búningum síns félags.