Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Reykjavík International 2017

Borðtennismót Reykjavíkurleikana fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal 28 janúar 2017 í umsjón Borðtennisdeildar Víkings.   Keppt var í karla og kvennaflokki þar sem allt besta borðtennisfólk

landsins lék ásamt gestum frá Svíþjóð, Grænlandi, Ungverjalandi og Póllandi

 

Í karlaflokki lék í undanúrslitum Magnús Kristinn Magnússon Víkingi gegn Karl Magnus Pohjolainen frá Svíþjóð.  Leikar fóru þannig að Karl Magnus sigraði  4 – 0 (11-5, 11-7,

11-8 og 11-8) eftir fjöruga leiki.  Í hinum undanúrslitaleiknum lék Ivik Nielsen frá Grænlandi gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni BH, leikar fóru þannig

að Grænlendingurinn Ivik Nielsen sigraði 4 – 0 (11-8, 11-4, 11-6, 11-8).

 

Úrslitaleikinn léku því Svíinn Magnus Karl Magnus  gegn Ivik Nielsen frá Gænlandi.  Leikurinn var mjög skemmtilegur þar sem Grænlendigurinn Ivik Nielsen sigraði

4 – 2 (11 – 7, 11 – 9, 7 – 11, 7 – 11, 7-11 og 4-11).

 

Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Aldís Rún Lárusdóttir KR gegn Stellu Kristjánsdóttur Víkingi.  Aldís sigraði nokkuð örruglega 4 – 0 (11-5, 11-7,11-4, 11-9).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Kolfinna Bjarnadóttir HK gegn Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur KR.  Kolfinna sigraði 4 – 2 eftir hörkuleiki (8-11, 11 – 5, 11-6, 7 – 11, 11-8 og 11-4).

 

Úrslitaleikinn léku því í kvennaflokki  Aldís Rún Lárusdóttir KR gegn Kolfinnu Bjarnadóttur HK.  Aldís Rún sigraði nokkuð örugglega 4 – 0 (11-9, 11-9, 11-4 og 11-5).

 

 

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

Einliðaleikur karla:

  1. Ivik Nielsen Grænland
  2. Karl Magnus Pohjolainen Svíþjóð

3-4.  Magnús Kristinn Magnússon Víkingur

3-4.  Magnús Gauti Úlfarsson BH

 

Einliðaleikur kvenna:

  1. Aldís Rún Lárusdóttir KR
  2. Kolfinna Bjarnadóttir HK

3-4.  Stella Kristjánsdóttir Víkingur
3-4.  Auður Tinna Aðalbjarnardóttir KR

Aðrar fréttir