Reykjavíkurleikarnir í borðtennis 2025 – úrslit
Borðtennismót Reykjavíkurleikanna – RIG 2025 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal sunnudaginn 26. janúar í umsjón Borðtennisdeildar Víkings. Í frétt Víkings af mótinu segir að það hafi tekist frábærlega vel þar sem 18 leikmenn mættu til leiks í karlaflokki og 8 keppendur í kvennaflokki. Góðir gestir komu frá Svíþjóð Alma Rööse og Lee Larsson.
Yfirdómari mótsins var Árni Siemsen.
Í karlaflokki léku í undanúrslitum Ingi Darvis Víkingi gegn Ellert Georgssyni KR, leikar fóru þannig að Ingi Darvis sigraði örugglega 4 – 0 (11-6, 11-2, 11-6 og 15-13). Í hinum undanúrslitaleiknum lék Magnús Jóhanni Hjartarsyni Vikingi gegn Lee Larsson Svíþjóð leikar fóru þannig að Lee Larsson sigraði í skemmtilegum leikjum 4 – 1 (11-4, 11-4, 11-7,11-13 og 11-8). Úrslitaleikinn léku því Ingi Darvis Víkingi gegn Lee Larsson Svíþjóð. Lee Larsson lék mjög vel og sigraði eftir mjög jafna og spennandi leiki 4 – 1(11-8,12-10, 12-14, 14-12,og 11-6).
Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Nevena Tasic Víkingur gegn Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur KR, Nevena sigraði eftir mjög skemmtilega og spennandi leiki 4 – 1 (7-11, 12-10, 14-12,11-6 og 11-6). Í hinum undanúrslitaleiknum lék Alma Rööse Sviþjóð gegn Aldísi Rún Lárusdóttir KR, leikar fóru þannig að Alma sigraði örruglega 4 – 0 (11-5, 11-1, 11-4 og11-2). Úrslitaleikinn léku því Alma Rööse Svíþjóð gegn Nevena Tasic Víkingur þar sem Alma sigraði 4 – 0 (11-6, 11,3, 11-4, 11-8)
Öll úrslit má finna á Tournament Software.
![](https://bordtennis.is/wp-content/uploads/2025/01/rig-2025-sigurvegarar.png)
Sigurvegarar: Lee Larsson og Alma Rööse
Úrslitin í mótinu voru þannig:
Einliðaleikur karla:
1. Lee Larsson Svíþjóð
2. Ingi Darvis Víkingur
3-4. Magnús Jóhann Hjartarson Víkingur
3-4. Ellert Georgsson KR
Einliðaleikur kvenna:
1. Alma Rööse Svíþjóð
2. Nevena Tasic Víkingur
3-4. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir KR
3-4. Aldís Rún Lárusdóttir KR