Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Reykjavíkurleikarnir í borðtennis í dag

Reykjavíkurleikarnir 2023 í borðtennis fara fram í í TBR-Íþróttahúsinu í dag laugardaginn 4. febrúar og hefst keppnin klukkan 15:00 í einliðaleik karla og kl. 16:00 í einliðaleik kvenna. Yfirdómari er Árni Siemsen.

Besta borðtennisfólk landsins mætir til leiks eins og Íslandsmeistari kvenna Nevena Tasic og Íslandsmeistari karla Magnús Hjartarson, ásamt gestum frá Frakklandi Hamidou Sow og Quentin Pradelle.

Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna og er leikjafyrirkomulagið þannig að keppt verður í einföldum úrslætti. síðan koma undanúrslitaleikir og á eftir fylgja úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki.

Von er á spennandi keppni í borðtennis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með.

Aðrar fréttir