Reykjavíkurleikarnir – RIG – fara fram 26. janúar
Reykjavíkurleikarnir í borðtennis (Reykjavík International Games, RIG) fara fram í TBR-húsinu í Laugardal 26. janúar.
Á mótinu leika tveir leikmenn frá Svíþjóð:
Alma Rööse en hún leikur í efstu deild í Svíþjóð og er Norður Evrópumeistari. Hún spilaði á EM fyrir sænska landsliðið
Lee Larsson leikur í næst efstu deild í Svíþjóð og hefur leikið með unglingalandsliði Svíþjóðar.
Keppni í karlaflokki hefst kl. 15 og í kvennaflokki kl. 16.
Yfirdómari verður Árni Siemsen.
Á forsíðumyndinni má sjá sigurvegarana frá því í fyrra, Guðrúnu G Björnsdóttur, KR og Inga Darvis Rodriguez, Víkingi.